Home Hvernig lifir níhílisti?

Ég er mjög þakklátur fyrir öll þau hugulsömu bréf sem ég fæ. Flest fólk vill einhverskonar fréttakynningu (viltu skrifa gagnrýni um tilþrifalausu og aumkunarverðu metal hljómsveitina mína) eða vill ráðast á mig undir því yfirskini að það sé að spyrja spurningar (hvernig geturðu haldið því fram að þú vitir eitthvað þegar þú trúir ekki á neitt?). Þessi síðarnefndu halda að snilligáfa þeirra felist í því að brjóta niður einhvern sem er á hærra plani en þau, sem gerir þau ánægð þar sem þau vita það innst inni hversu miklar meðalmanneskjur þær í raun eru. Þessi fyrrnefndu eru lítið annað en velferðarmál í dulargervi og vita það innst inni að ástæða þess að þau eru ekki að komast neitt áfram er vegna þess að þau eru í raun ömurleg.

Hverju sem því líður þá eru nokkrar spurningar sem koma sér beint að efninu og sýna mér fram á að það er fólk þarna úti sem hefur einlægar spurningar um hluti sem eru löngu orðnir mér áunnir eiginleikar. Ég fékk eina slíka spurningu í dag: Hvernig lifir níhílisti? Ég ætla að reyna að svara þessari spurningu í formi samræðu svo við týnum okkur ekki í heimspekilegri flækju, því hagnýtu áhrifin sem heimsýn níhílistans gefa af sér skipta meiru máli heldur en ítarlegar heimspekilegar "sannanir".

Í fyrsta lagi, ekki spyrja aðra hvernig þú eigir að lifa lífinu. Öll svörin liggja fyrir framan þig.

Níhílismi snýst um að aðskilja það sem er raunverulegt frá því sem er óraunverulegt. Við erum til í veruleikanum. Í veruleika okkar eru vissir hlutir sem eru svo sannarlega raunverulegir en aðrir eru lítið annað en okkar eigin hugarburður. Fjarlægðu þetta seinna og einblíndu á þetta fyrra. Ef þú átt í einhverjum vanda með að átti þig á þessu, farðu og tjaldaðu einn úti í skógi. Búdda hugleiddi undir tré, Jesús fékk sinn skóg í 40 daga, Nietzsche átti sínar dularfullu leiðslur og Arthur Schopenhauer átti langar nætur þar sem fjölskylda hans hunsaði hann. Notfærðu þér leiðindi og þitt náttúrulegt umhverfi til að ráða í þinn eigin heim.

Sannleikur er í sjálfu sér ekki til. Sannleikur er aðeins okkar skynjun á því sem er til; okkar mat á því. Þú verður að finna sannleika sem hæfir þínu eigin lífi. Taktu eftir að ég sagði ekki "þinn eigin sannleika". Einstaklingshyggja er stærsta svikamylla sem til er. Þú ert afsprengi þeirra sem komu á undan þér ásamt annarra umhverfisþátta í lífi þínu. Þú ert ekki til á einhverju aðskildu sviði frá restinni af heiminum og þú getur ekki flúið þetta ástand. Ennfremur, það er engin ástæða til þess að flýja það. Eltust við þann sannleika sem er augljós fyrir þér. Ef þú ert sturlaður, þá er það þitt hlutverk í þessum alheimi að vera geðbiluð mistök sem aðrir hæðast að og seinna, drepa.

Þetta er ekki eitthvað sem allir geta gert. Frá mínu sjónarhorni, þá er engin skömm í því að segja "Hey, ég er ekki leiðtogi - sýndu mér réttu leiðina og ég skal hefjast handa." En jafnvel það krefst þess að visst mat sé lagt á veruleikann og grundvallarþættir hans viðurkenndir. Kyn þitt mun þjóna fyrirskipunum annarra þangað til það þróast á annan veg. Ég hef viðurkennt að ég verð aldrei Brad Pitt eða Andres Segova, en það veldur mér ekki áhyggjum; ég er of upptekinn við það að vera það sem ég er. Af þessari ástæðu hef ég nokkrar uppástungur hér.

Öflugasta vopnið sem þú hefur er þinn eigin valkostur. Fólk getur þröngvað öllum fjandanum upp á þig, en það getur ekki þvingað þig til samþykkja vissa hluti nema aðeins af einskærri nauðsyn. Til dæmis, ef ríkisstjórnin ákveður það að allir verði að fá sér sársaukafulla stólpípu hvern morgun, þá myndirðu kannski neyðast til að gera það, en jafnvel þegar allir aðrir sem þú þekkir kjósa það að fá sér stólpípu á kvöldin líka til að sýna hollustu sína, þá getur þú hafnað þeirri hegðun með því að gera það ekki. Þú munt koma til með að standa út úr í hópnum. Og hvað með það. Það er ekki eins og þessar afætur séu að fylgjast með einhverju í kringum sig hvort sem er.

Þú munt þurfa einhverskonar vinnu. Veldu eitthvað sem er ekki móðgandi. Það er hellingur af góðum störfum þarna úti, til dæmis hjá umhverfisstofnunum. Sæktu um og hækkaðu þig upp. Þú færð kannski ekki sömu laun eða virðingu úti á við, en þú ert níhílisti núna, og þar af gerirðu þér grein fyrir því að félagsleg virðing er jafn merkingarlaus og hún er hverful. Skapaðu líf fyrir sjálfan þig í staðinn og ekki fremja þær sömu syndir og aðrir sem gera samfélagið okkar viðurstyggilegt. Taktu veruleikann tökum. Hættu að eyðileggja náttúruna. Nærðu þína eigin menningu. Hafnaðu nútímaviðhorfum.

Það er augljóst að fólkið í kringum þig eru aðeins verkfæri; það er að segja, þau eru hamingjusamlegir fylgjendur staðnaðir í því að lepja upp þránað sæði iðnaðarsamfélagsins og eru þakklát fyrir "tækifærið". Í réttlátum heimi fengju þau kúlu í höfuðið, en það er ekki að fara að gerast á næstu áratugum, þannig gerðu þér til geðs með þessu: skapaðu mannkyninu betra fordæmi og skildu þau eftir í slóð þinni.

Flestir af verkfæralegu vinnufélögum þínum, nágrönnum, fólki sem þú mætir úti á götu o.s.frv. er hæft um tvær gerðir af samskiptum: það sem snýr að afþreyingu og persónulegum aðstæðum. Þau ræða endalaust um allar þessar "mikilvægu" bíómyndir og sjónvarpsþætti sem þau hafa séð, án þess að taka eftir því að efnisinnihald þeirra endurtekur sig á hverju þriggja ára skeiði, þau tala um veðrið eða gyllinæðina sem sem þau þjást af eða aðra "mikilvæga" hluti sem snúast um þeirra persónulegu þægindi. Þau eru óhæf um að tala um hugmyndir. Þannig, álíttu hugsjónir vera þann grundvöll þar sem þeir fáu einstaklingar þarna úti með vit í hausnum mætast á.

Ef þú talar við venjulegt fólk, talaðu þá um aðalatriði lífsins í kringum þig, það er vissa atburði sem hafa átt sér stað á okkar tíma. Þú þarft ekki að vera á bandi eins eða neins eins lengi og þú lætur aðeins í ljós gáfulega skoðun. Gerðu öðrum það ljóst að þú horfir ekki á sjónvarp eða bíómyndir. Talaðu um góðu hlutina sem þú sérð í lífinu, líkt og eitthvað stórkostlegt sem einhver einstaklingur gerði, eða eitthvað sem þú hefur tekið eftir úti í náttúrunni eða lífinu sjálfu. En ekki falla í gildruna þeirra. Seinfeld og Friends og ER eru skammvinnt rusl sem skiptir engu máli, og þessi fífl eru að sóa lífi sínu með þessum hlutum. Ekki láta þau draga þig inn í gildruna.

Venjulegt fólk hefur einnig tilhneiginguna til þess að tjá viðhorf sem einkennast af hugrenningum hópsins, og þau láta reyna á hvort annað með þeim. Hlutir líkt og "finnst þér þetta ekki hræðilegt með þjóðarmorðin í Darfur?" eru aðferðir til þess að fá þig til að samþykja og falla inn ellegar stimpla sjálfan þig sem einfara. Ef þú svarar "mér finnst þau fyndin" eða "við þurfum færra fólk", þá byrjar hópurinn, sem HATAR einfara (einfarinn hefur það sem hópurinn mun aldrei hafa: ráðvendni, og af þessari ástæðu hata þau hann) að væla og ráðast á þig. Best er að bregðast við viðhorfum þeirra með skeytingarleysi. Að segja "ég hef ekki heyrt um það" kallar aðeins á fyrirlestur, en eitthvað á borð við "mér finnst pólitík vera upplogið þvaður" ruglar þau í ríminu og gerir ráðþrota. Þau spyrja þig út í eitthvað sem þeim þykir vera "alvarlegt" í sínum veruleika; sýndu þeim að það sé ekki alvarlegt í þínum. Ekki einu sinni taka umræðuefnið í sjálfu sér alvarlega.

VENJULEGUR: HEFURÐU HEYRT HVERNIG BUSH STAL KOSNINGUNUM?

NÍHÍLISTI: Ó, STELA ÞEIR KOSNINGUM NÚNA. EN FYNDIÐ. VISSIRÐU AÐ BELGPIPAR INNIHELDUR MIKIÐ MAGN AF C VÍTAMÍNUM?

VENJULEGUR: OMFG ÉG HEYRÐI AÐ AL-QAEDA SÉ AÐ PLANA AÐRA ÁRÁS!

NÍHÍLISTI: VEISTU, VAN GOGH VIRKILEGA NÁÐI VARPA FRAM EÐLI ÓVISSUNNAR Í SÚRREALÍSKUM MÁLVERKUM SÍNUM. ÞAÐ GÆTI VERIÐ GOTT AÐ SKOÐA ÞAU NÚNA.

VENJULEGUR: BENSÍN ER SVO ÓGEÐSLEGA DÝRT ÞESSA DAGANA.

NÍHÍLISTI: PENINGAR ALLSTAÐAR. ÉG BJÓ TÁKNRÆNAN SKÚLPTÚR ÚR MOLTUKASSANUM MÍNUM.

Þetta gerir hinn venjulega mann brjálaðan því þetta spilar inn á undirstöðu ótta hans, nefnilega það að einhver viti eitthvað sem hann veit ekki og þar af tekur ekki þátt í óskráðum reglum fjöldans. En, ef þú gerir þetta án þess að vera árásargjarn, þá hafa þau enga ástæðu til að réttlæta árásir á þig og geta engan vegin tekist á við það sem þú segir. Leyfðu þeim að halda áfram að ræða um þeirra "afþreyingar" sjónvarp (tilbúin afþreying er fyrir fólk sem getur ekki fundið sinn eigin tilgang í lífinu; þetta er líkt og þrældómur, sem er "skemmtilegur") á meðan þú eyðir tíma þínum í að gera áhugaverðari hluti. Óróleiki þeirra mun vaxa á meðan þau horfa á þig, og það mun á endanum hjálpa til við að eyðileggja þau.

Farðu varlega með peningana þína. Eitthvert fífl kemur hlaupandi um vinnustaðinn og biður þig að borga í starfsmannasjóð fyrir afmælisgjöfum, eða til að hjálpa sveltandi börnum í Súdan eða eitthvað annað -- hunsaðu slíkt. "Nei takk," er það eina sem þú þarft að segja, ef þau fara að spyrja fleiri spurninga þá eru þau félagslega teft og bull svör verða viðeigandi. "Ég er að safna fyrir kjarnorkukafbát" eða "verðið á rjómaís og mótorolíu var að hækka" verða viðeigandi svör, og ef þér líður líkt og þú sért að tala við leikskólakrakka, jæja þú í raun ert það. Þetta fólk er andlega óþroskað og ætti að vera komið fram við það samkvæmt því.

Þegar þú verslar, ekki kaupa rusl. Þú munt freistast til þess, því hver er það ekki? En reyndu að gera þér grein fyrir því hvað er einungis rusl og forðastu það. Þú þarft kannski að borga 120 krónum meira fyrir venjulegt heimilisáhald úr járni í stað einhvers úr plasti, en þú munt ekki þurfa að kaupa nýtt næstu þrjátíu árin. Fávitar óttast fólk sem hefur að geyma þessháttar visku, því hún endurspeglar heimsku þeirra þar sem þeir sjálfir eru óhæfir um að uppgötva slíkt á eigin spýtur. Ekki eyða peningunum þínum í heimskulega afþreyingu, íburðamikla bíla eða flott hús í einhverjum hverfum sem eru í tísku núna. Veldu þér góðan stað til að búa á og lifðu sjálfstætt. Þú þarft ekki á þessu rusli að halda (ef þú ert níhílisti).

Að lokum, ekki meðtaka þeirra sýn á veruleikann. Þau blaðra um "framþróun" og annan tilbúin hugarburð sem mannskepnan sefar geðsmuni sína á, en gerðu þér grein fyrir því að þessar hugmyndir eru lítið annað en ruslfæði fyrir hugann, þú getur sneitt framhjá þeim og einbeitt þér að öðrum hlutum. Eftir að tvö ár eru liðinn og þú hefur lært nýtt tungumál eða að spila á hljóðfæri meðan þau eru ennþá að glápa á sjónvarpið, þá fara þau að vegsama þig. Þá, reyndu að hagnast á heimsku þeirra og notaðu ágóðan fyrir góðan málsstað, líkt og að kaupa upp það litla svæði sem eftir er af trjám þarna úti eða þýða Pentti Linkola á ensku. Níhílistar sníða framhjá tálsýnum og einbeita sér að raunveruleikanum, og þar verða þeir sterkari á meðan hjörðin staðnar. Mikilvægast af öllu, þá hlægja þeir á meðan þeir gera þetta. Og hver myndi ekki gera það?

November 11, 2007

Our gratitude to "Svartliði" for this translation.


Slashdot This! Bookmark on Windows Live! Bookmark on Newsvine! Bookmark on Reddit! Bookmark on Magnolia! Bookmark on Facebook!

Copyright © 1988-2010 mock Him productions